Leikarinn Jon Hamm sem er hvað þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Mad Men fjárfesti í íbúð í New York fyrir rúmu ári. Þrátt fyrir að pressan sé yfirleitt með puttann á púlsinum þegar kemur að fjárfestingum Hollywood stjarnanna hafði hún ekki hugmynd að leikarinn hefði keypt þakíbúð í New York.
Frá því að Jon og kærastan hans Jennifer Westfeldt festu kaup á fasteigninni hefur hún hinsvegar verið gerð upp frá grunni og er hún fyrst núna að verða tilbúin.

Íbúðin þykir ekki stór fyrir Hollywood leikarapar en kostaði þó rúmar 270 milljónir. Hér eru myndir af íbúðinni þegar leikarinn fékk hana í hendurnar.

SHARE