Instagram reikningur lögreglunnar slær í gegn á Bored Panda

Íslenskir lögreglumenn og konur eru ekki bara falleg ásýndar, heldur skemmta þau sér konunglega í vinnunni við Candy Floss át, björgun loðinna kettlinga og fá iðulega hláturköst í miðborginni og það frammi fyrir linsu ljósmyndarans.

Þetta er niðurstaða notanda á Bored Panda, sem birti nýverið umfjöllun um Instagram reikning lögreglunnar í Reykjavík þar sem greinarhöfundur segir að „meðan flestar lögreglusveitir veraldar starfi í streitufullu umhverfi og eigi hverfult samstarf við samborgara sína, sem þeir hafi þó svarið að vernda gegn áföllum og almennum glæpum, virðist sem íslenskir kollegar þeirra umfaðmi friðsæld þessa nær glæpalausa samfélags” og vitnar undirritaður því til stuðnings í þá staðreynd að „aðeins einu sinni hafi lögreglan lent í skotbardaga við almennan borgara sem hafi verið árið 2013 og leiddi til dauða þess síðarnefnda” og á þar væntanlega við að í nágrannaríkjunum séu slíkar uppákomur nær daglegt brauð.

Þó dagleg störf lögreglunnar í Reykjavík séu þó enginn dans á rósum, má eitt með sanni segja – Instagram reikningur íslensku lögreglunnar er litaður skemmtilegum skotum úr annars friðsælum hversdeginum í höfuðborginni.

Geri aðrir betur; hér má sjá myndaþáttinn sem ber fyrir augu lesenda á afþreyingarvefnum Bored Panda og sýnir með hvaða augum hinn almenni borgari víðsvegar um heimsbyggðina lítur lögregluna í Reykjavík:

 

police-instagram-logreglan-reykjavik-iceland-13-605x605

 

 

police-instagram-logreglan-reykjavik-iceland-1

 

 

police-instagram-logreglan-reykjavik-iceland-2-605x605

 

 

police-instagram-logreglan-reykjavik-iceland-3-605x605

 

 

police-instagram-logreglan-reykjavik-iceland-12-605x605

 

 

 

police-instagram-logreglan-reykjavik-iceland-6-605x605

 

 

 

police-instagram-logreglan-reykjavik-iceland-4-605x605

 

 

 

police-instagram-logreglan-reykjavik-iceland-5

 

 

police-instagram-logreglan-reykjavik-iceland-8-605x605

 

 

police-instagram-logreglan-reykjavik-iceland-7-605x605

 

 

police-instagram-logreglan-reykjavik-iceland-9-605x605

 

 

police-instagram-logreglan-reykjavik-iceland-11-605x605

 

 

police-instagram-logreglan-reykjavik-iceland-14

 

 

 

police-instagram-logreglan-reykjavik-iceland-15-605x605

 

 

police-instagram-logreglan-reykjavik-iceland-17-605x605

 

 

police-instagram-logreglan-reykjavik-iceland-10-605x605

 

 

police-instagram-logreglan-reykjavik-iceland-18-605x605

 

 

police-instagram-logreglan-reykjavik-iceland-19-605x605

 

 

police-instagram-logreglan-reykjavik-iceland-20-605x605

 

 

police-instagram-logreglan-reykjavik-iceland-21-605x597

 

 

police-instagram-logreglan-reykjavik-iceland-23-605x605

 

 

police-instagram-logreglan-reykjavik-iceland-24-605x605

 

 

police-instagram-logreglan-reykjavik-iceland-25

 

 

police-instagram-logreglan-reykjavik-iceland-22-605x605

 

SHARE