Ísinn brotnaði undan lítilli stúlku – Sjáðu hetjudáð lögreglunnar

Stundum gerast skelfilegir hlutir sem gera ekkert boð á undan sér og maður á erfitt með að sætta sig við þá. Svo gerast hlutir eins og þessir, þar sem mannlegur máttur verður til þess að einstaklingur getur lifað lengur. Óeigingjarnt afrek.

Það var það sem gerðist við þessar aðstæður. Tvær litlar stúlkur, 8 ára gamlar, voru að leika sér á ísilagðri tjörn eins og börn gera oft á köldum vetrardögum. Þær voru staddar í Cambridge og tjörnin var partur af eign 80 ára gamallar konu sem býr þarna. Þegar ísinn brotnaði undan stúlkunum náði gamla konan að bjarga annarri stúlkunni en náði ekki til hinnar.

Það var fljótt hringt á lögregluna og ein af þeim sem mættu var lögreglukonan Michelle Archer. Hún hljóp út úr bílnum með kaðal og flotholt og synti að stúlkunni í ískaldri tjörninni. Henni og samstarfsmanni hennar tókst að bjarga stúlkunni en það hefði ekki mátt tæpara standa.

Hér má sjá myndband af atvikinu:

SHARE