Íslandsvinurinn Justin Timberlake er sagður eiga von á sínu fyrsta barni

Leikkonan Jessica Biel og söngvarinn Justin Timberlake eru sögð eiga von á sínu fyrsta barni.

Tvö ár eru síðan þau gengu í það heilaga en skilnaðar- og framhjáhalds orðrómar hafa loðið við þau síðastliðið ár. Síðustu vikur hafa hjónin þó sést mikið saman og eyddu þau til að mynda tveggja ára brúðkaupsdeginum sínum saman á Nýja Sjálandi.

Fyrr í þessum mánuði náðust myndir af leikkonunni spóka sig um á bikiní á strönd á Hawaii en þá upphófst sá orðrómur að Jessica væri þunguð þar sem kviður hennar hafði tekið á sig nýja mynd. Eftir það hefur Jessica ekki gert mikið til að draga úr sögusögnunum en þegar hjónin voru á  Nýja Sjálandi klæddist hún ítrekað víðum bolum og nýjustu myndir sem náðust af henni á miðvikudaginn í Los Angeles sýna að kviður hennar hefur stækkað enn meira frá því í byrjun mánaðarins.

Á myndunum sem náðust af Jessicu á miðvikudaginn má sjá hvernig hún reynir eftir bestu getu að fela á sér kviðinn með risa stórum trefli en án árangurs þar sem skyrtan sem hún klæddist opnast fyrir neðan nafla.

Erlend slúðurtímarit telja því nú engan efa vera á því að Jessica Biel gangi með þeirra fyrsta barn.

Jessica-Biel-Pregnant

jessica-biel-y-justin-timberlake-24_642x428

Jessica-Biel-Wearing-Bikini-Hawaii-2014-Pictures

Jessica-Biel-s-Growing-Baby-Bump-Spotted-in-Australia-Photo-462278-2

 

SHARE