Íslensk kona frá Vogum með lag í þætti Armin Van Buuren – Myndband

Sylvía Hlíf Latham

Í þættinum „A State of trance“ í gær var spilað lag sem ung kona frá Vogunum syngur.  Þátturinn sem er mjög vinsæll er sendur út á netinu og einnig á FM stöðvum víða um heim.

Hún heitir Sylvía Hlíf Latham og býr í Vogum á Vatnsleysuströnd. Þegar við heyrðum í Sylvíu sagðist hún vera í skýjunum með það að Armin Van Buuren sé að spila lagið hennar, en hann var nýlega kosinn Besti plötusnúður í heimi: „Ég átti alls ekki von á að það myndi vera í spliun fyrir x miljón manns en að er nottla bara stór plús.“

Sylvía segir að það sé ekki stór markaður hér á landi fyrir „trans“ músík á Íslandi og þess vegna hafi hún leitað út fyrir landsteinana og fékk það frábæra tækifæri að fá að vinna með Spark7. „Ég hef fengið fullt af viðbrögðum frá öðrum löndum og virðist fólk vera að fíla þetta lag, meðal annars í Egyptalandi þar sem  „State of trance í Egyptalandi“ hafa á Twittersíðunni sinni eyrnamerkt þetta lag sem uppáhalds lag þeirra.  Það er bara æðislegt að þetta sé að ná út um allan heim og á ég hreinlega ekki til orð um það,“ segir Sylvía
Þetta er annað lagið sem Sylvía vinnur með Spark7 og líka annað lagið sem kemst í spilun hjá Armen Van Buuren: „Við erum greinilega að ná vel saman og munum örugglega vinna aftur saman í framtíðinni,“ segir Sylvía að lokum.
Hér er eitt dæmi um jákvæð viðbrögð við laginu og ef þið lesendur góðir viljið hjálpa til við að halda Sylvíu í spilun þá getið þið kosið lagið hérna. 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here