Íslenska heilbrigðiskerfið hefur brugðist mér

ATH. Þessi grein er aðsend. Í Þjóðarsálinni getur fólk sent inn greinar, nafnlaust. Skoðanir sem að birtast í innsendu efni endurspegla ekki skoðanir Hún.is

Ég er manneskja sem að þjáist af alvarlegri áfallastreituröskun og fæ enga hjálp í kerfinu sama hversu mikið ég sækist eftir því.
Ég er líka alkóhólisti vegna minnar áfallasögu af því að ég er alltaf að reyna að deyfa mig frá neikvæðum tilfinningum mínum sem ég ræð ekki við ein. Áfallasaga mín er löng og ströng af atvikum sem ég ræð engan veginn við að vinna úr ein og án hjálpar en ég virðist rekast á vegg í kerfinu þar sem mér er sagt að ég þurfi fyrst að vera edrú til þess að fá áfallaúrvinnslu. 

Ég var greind af sálfræðingi, sem að starfar á Kleppi, með alvarlega áfallastreituröskun án þess að vera boðið að vinna úr þessum áföllum í áframhaldandi meðferð. Ég er alein að reyna að lifa af öll áföllin sem ég hef orðið fyrir og það vill enginn hjálpa mér af því að ég er alkahólisti.
Hvað á ég að gera? Drepa sjálfa mig hægt og rólega með því að innbyrða alkóhól í miklu magni og amfetamíni til þess að geta drukkið meira? 
Er einhver annar kostur í boði fyrir mig í heilbrigðiskerfinu nema sá að reyna aftur og aftur að fara í áfengismeðferð án árangurs af því að tilfinningarnar sem ég upplifi á hverjum degi eru of erfiðar að höndla ein og óstudd?

Sjá einnig: Rannsóknir á skjóli kvennanna

Svona eins og til þess að útskýra eitthvað af mínum áföllum þá fékk ég mitt fyrsta taugaáfall 5 ára gömul og fór út úr líkamanum til þess að geta lifað sársaukann af.
Eftir það einkenndist líf mitt af endalausum áföllum í framhaldinu af því að ég bjó á heimili þar sem að ég var beitt andlegu og líkamlegu ofbeldi daglega. 
Móðir mín brást við með því að reyna að taka sitt eigið líf og ég varð vitni að því og þá brotnaði ég algjörlega niður. Þá byrjaði minn flótti fyrir alvöru til þess að lifa þennan ótrúlega sársauka af. Ég leitaði í áfengið til þess að deyfa mig og dópið með því. 
Fíkn er flótti. Það hef ég lært í gegnum tíðina og mér finnst voðalega þægilegt að geta flúið þangað og deyft allar mínar tilfinningar svo ég geti skýlt mér á baki við það að ég er ekkert og á ekkert gott skilið. 
Íslenska heilbrigðiskerfið hefur brugðist mér og vill ekki leyfa mér að fara í áfalla úrvinnslu fyrr en ég er búin að vera edrú í langan tíma. 

Gabor Maté er fremsti fíkniprófessor í heiminum í dag og hann mælir með því að fíklar fari fyrst í áfalla úrvinnslu og síðan í meðferð eftir það. Þá verður árangurinn meiri eins og að er raunin í alvörunni. 
Það hafa svo margir fíklar og alkahólistar hér á landi dáið út af þessari fáránlegu reglu í heilbrigðiskerfinu sem að segir að fíklar þurfi að vera edrú fyrst í langan tíma áður en þeim býðst ásættanleg meðferð. 
Hvað er að og hvað getum við gert til þess að breyta þessu? Það deyja miklu fleiri úr þessum sjúkdómi hér á Íslandi heldur en úr Corona veirunni, skoðið bara tölfræðina. 
Stundum hugsa ég jæja ætli ég eigi ekki eftir að deyja úr þessum sjúkdómi eins og svo margir aðrir. 
Kær kveðja 
S

Ef þú vilt deila reynslu þinni í Þjóðarsálinni, mátt þú endilega senda okkur póst á hun@hun.is og saga þín verður birt. Þú ákveður hvort hún eigi að vera nafnlaus eða ekki.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here