Íslenskur faðir í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið fimm mánaða barni sínu að bana

Samkvæmt Vísir.is hefur karlmaður á þrítugsaldri verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á andláti fimm mánaða stúlku í austurborg Reykjavíkur.

Stúlkan var á sunnudagskvöld flutt með sjúkrabíl á Landspítalann en lést þar aðfaranótt mánudags. Maðurinn sem er nú í haldi lögreglu er faðir stúlkunnar og í sambúð með móður hennar. Samkvæmt lögreglunni benda bráðabirgðaniðurst0ður réttarlæknisfræðilegrar rannsóknar  til þess að dánarorsök hafi verið blæðingar í heila.

Lögregla hefur ekki getað veitt frekar upplýsingar um málið á þessari stundu.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here