
Okkur barst þessi upptaka af heiftarlegu rifrildi á milli snjóruðningsmanns og vegfarenda þar sem þeir takast á um staðsetningu ökutækis sem vegfarandi virðist eiga.
Snjóruðningsmaðurinn hvetur ítrekað ökumanninn til þess að færa bílinn en svo virðist sem ökumaðurinn hafi ekki tök á að færa bílinn sinn þótt hann sjálfur vildi.
Bílaeigandi: „Þú getur þá bara mokað í kringum helvítis bílinn, ég get ekkert fært bílinn“
Snjóruðningsmaður: „Taktu bílinn í burtu! Hvernig á ég að geta mokað götuna“
Bílaeigandi: „Þú ert með tæki til þess maður“
Snjóruðningsmaður: „Ég tek hann bara með gröfunni þá“
Framhaldið mun koma þér verulega á óvart í þessum taugatrekkjandi harmleik!