Ítalir elska mömmu sína

Ítalarnir eru þekktir fyrir að elska mömmu sína, flestir ítalskir karlmenn flytja helst ekki að heiman fyrr en þeir nálgast fertugsaldurinn! Í gær sýndi Dolce & Gabbana haustlínu sína í Mílanó og var línan á sama tíma fallegur óður til mæðra um allan heim.

Fötin voru falleg og rómantísk, rósir, fallegar setningar um mæður og teikningar eftir börn voru prentaðar á kjólana. Fyrirsæturnar gengu tískupallana brosandi (það gerist allt of sjaldan) ýmist leiðandi börn eða með ungabörn í fanginu sumar með þeirra eigin. Öll börnin voru auðvitað fallega klædd og stíliseruð. Ofurfyrirsætan Bianca Balti gekk líka í sýningunni en hún á von á barni fljótlega. Viva La Mamma!

Screen Shot 2015-03-02 at 09.16.52

Every man everywhere has a mother.

Screen Shot 2015-03-02 at 09.17.14

Screen Shot 2015-03-02 at 09.16.32

Screen Shot 2015-03-02 at 09.16.41

mup

Sjáðu meira á NUDE logo

 

Tengdar greinar:

Stjúpmamma segir frá sinni reynslu: „Þetta er hægara sagt en gert“

Þessi mamma syngur enga venjulega vögguvísu

Hlutir sem mamma þín má bara segja

SHARE