J-Lo sökuð um að herma eftir Beyonce

Jennifer Lopez kom fram á American Music Awards í gær, sunnudagskvöld. Hún hefur auðvitað fengið verðskuldaða athygli eftir atriðið sitt en um leið og atriðið var búið, fóru nettröllin á stjá.

J-Lo söng dúet með Maluma og fannst mörgum atriðið ansi líkt atriði Beyonce á Grammy árið 2014. Hún var í svörtum samfesting, eins og Beyonce gerði í laginu Drunk in love. Þær eru báðar með „blautt“ hár og dansa frekar ögrandi í keimlíkri lýsingu.

Hér er atriði Jennifer:

Og hér er atriði Beyonce:

SHARE