Jafnréttisstofa telur líkur á að þjóðskrá brjóti jafnréttislög
Samtök meðlagsgreiðenda sendu Jafnréttisstofu fyrirspurn um hvort þjóðskrá gangi í berhögg við jafnréttislög þegar stofnunin neitar að skrá umgengnisforeldra sem foreldra í þjóðskrá. Nú hafa Samtök meðlagsgreiðenda, og ber að minnast á það að meðlagsgreiðendur eru oftast feður, fengið svar við fyrirspurn sinni og Jafnréttisstofa telur líkur á að Þjóðskrá brjóti jafnréttislög við almannaskráningu og hefur sent innanríkisráðherra ábendingu um að breyta lögum um þjóðskrá og veita stofnunninni nægilegt fjármagn til að halda sig innan ramma jafnréttislaga og skrá umgengnisforeldra sem foreldra í þjóðskrá.

Um óbeina mismunun á grundvelli kyns getur verið að ræða. 
Jafnréttisstofa hefur skrifað þjóðskrá bréf þar sem Jafnréttisstofa telur að það geti verið um óbeina mismunun á grundvelli kyns að ræða þegar umgengnisforeldrar, sem flestir eru feður, eru ekki skráðir í þjóðskrá þannig að hægt sé að fá upplýsingar um þann hóp. Í bréfinu óskar Jafnréttisstofa upplýsinga um það hvenær gera megi ráð fyrir því að þær breytingar sem fyrirheit eru gefin um í bréfi Gunnars frá 5. okt. 2012 geti orðið að veruleika. Jafnréttisstofa hefur jafnframt skrifað innanríkisráðuneytinu bréf með ábendingum um að endurskoða lagaumhverfi þjóðskrár hið fyrsta ásamt því að tryggja þjóðskrá fjármagn til að koma tæknimálum þar í það horf að hægt sé að skrá þessar upplýsingar.

Samtök meðlagsgreiðanda gáfu frá sér yfirlýsingu varðandi málið og telja Þjóðskrá hafa brotið jafnréttislög.

Þjóðskrá synjaði beiðni formanns um að hann yrði skráður sem foreldri í Þjóðskrá.

Frá stofnun samtakanna hefur stjórn talið þjóðskrá brjóta jafnréttislög þegar hún synjaði beiðni formanns samtakanna um að hann yrði skráður sem foreldri í þjóðskrá.  Samtökin telja það ekki samræmast jafnréttislögum að mismuna foreldrum á grundvelli kynferðis við almannaskráningu.  Þessi mismunun hefur valdið því að þjóðfélagshópurinn er ósýnilegur og órannsakanlegur með þeim afleiðingum t.d. að ekki er hægt að kanna hlutfall hans á vanskilaskrá.  Samtökin telja það ófært að löggjafinn sé að semja sérlög (Lög um Innheimtustofnun sveitafélaga) um c.a. 14,000 manna þjóðfélgshóp sem er íþyngjandi fyrir þjóðfélagshópinn, án þess að vita hverjir falla undir lögin, hve margir þeirra eru á vanskilaskrá og að upplýsingar séu almennt til um félagslega og fjárhagslega hagi hans.  Lög um Innheimtustofnun eru sérlög og ganga því öðrum lögum framar, t.d. stjórnsýslulögum, að sögn lögmanna Innheimtustofnunar (sbr. meginreglu laga lex specialis).  Því telur stofnunin sig ekki þurfa að hlíta stjórnsýslulögum og meginreglum þeirra í viðskiptum við meðlagsgreiðendur.  Samtökin telja ömurlegt að löggjafinn hafi gefið opinberri stofnun þvílíkt vald yfir þjóðfélagshópi sem hann veit nánast ekkert um og að slíkt samræmist ekki kröfum nútímalegs lýðræðis- og réttarríkis.

Formaður samtakanna kærði ákvörðun þjóðskrár.

Gunnar Kristinn Þórðarson formaður Samtaka meðlagsgreiðenda fór formlega fram á það við Þjóðskrá að hún skráði hann sem foreldra í þjóðskrá en ekki sem barnslausan einstakling.  Þjóðskrá synjaði beiðni Gunnars og til að samtökin öðluðust aðild að málinu kærðu þau synjunina fyrir hönd Gunnars til kærunefndar jafnréttismála og Jafnréttisstofu.

 

Samtök meðlagsgreiðenda vilja koma fram þökkum

„Það hér með tilkynnist að Jafnréttisstofa telur mögulegt að það samræmist ekki jafnréttislögum að skrá ekki umgengnisforeldra sem foreldra í þjóðskrá.  Að auki hefur Jafnréttisstofa sent innanríkisráðherra ábendingu að veita þjóðskrá fjármagn og breyta lögum í þá veru að þjóðskrá geti skráð umgengnisforeldra sem foreldra í þjóðskrá.

Samtök meðlagsgreiðenda vilja koma fram þökkum til Jafnréttisstofu og óskum um að stjórnvöld vinni nú hratt í málinu þannig að þjóðskrá geti hafist handa sem allra fyrst að bæta almannaskráningu með þeim hætti að umgengnisforeldrar verði skráðir sem foreldrar í þjóðskrá og verði þar með rannsóknarhæfur þjóðfélagshópur.“ Segir í tilkynningu frá samtökum meðlagsgreiðenda.

 Við fengum að heyra í Gunnari, formanni samtaka meðlagsgreiðenda.

Hvað þýðir þetta fyrir umgengnisforeldra Gunnar? þetta hlýtur að vera skref í áttina að réttlæti?

Málið bíður úrskurðar kærunefndar jafnréttismála en ljóst er að Jafnréttisstofa hefur tekið þetta að sér og telur að líkur séu á að almannaskráning standist ekki jafnréttislög. Það þýðir að löggjafinn neyðist til að breyta lögum og auka fjármagn til Þjóðskrar til að bæta almannaskráningu, enda hefur Jafnrèttisatofa sent innanríkisráðherra ábendingu þessa efnis eins og stendur í bréfinu. Ef almannaskráning stenst ekki jafnréttislög, og ef hið opinbera þarf að ráðast í þær framkvæmdir sem að ofan greinir er ljóst að um byltingu er að ræða í réttindabaráttu umgengnisforeldra. Þetta þýðir að eftirleiðis verðum við skráðir sem foreldrar í þjóðskrá og þar með auðkenndur og rannsóknarhæfur þjóðfélagshópur. Þá er hægt að rannsaka hve stórt hlutfall hópsins eru einstæðir, hve stórt hlutfall er á vaskilaskrá, hve stórt hlutfall atvinnausir, með örorku o.þ.h. Þetta hefur ekki verið hægt hingað til. Þegar þessar upplýsingar liggja fyrir höfum við undirbyggt víðtækar réttarbætur fyrir umgengnisforeldra.

Á einnig við um önnur svið foreldrajafnréttis
Þetta á einnig við um önnur svið forelsrajafnréttis eins og upplýsingaskyldu barnaskóla osfrv. Umboðsmaður barna hefur ýtt eftir þessu, nefnd velferðarráðherra um karla og jafnrétti svo eitthvað sé nefnt, segir Gunnar að lokum.

Leitað hefur verið til þjóðskrár  en ekki hafa okkur borist svör að svo stöddu. Við munum fjalla meira um þessi mál.

SHARE