James Bond leikarinn Pierce Brosnan missti bæði eiginkonu og dóttur sína úr krabbameini

Fyrrum James Bond leikarinn Pierce Brosnan kom fram í gærkvöldi á viðburðinum Stand Up to Cancer sem er landsöfnun, haldin árlega í Bandaríkjunum til að styrkja baráttuna gegn krabbameini.

Leikarinn þekkir vel baráttuna við krabbamein en hann hefur misst bæði eiginkonuna sína og dóttur úr krabbameini í eggjastokkum. Fyrsta eiginkona Pierce, Cassandra Harris,  veiktist alvarlega árið 1987 en þá kom í ljós að hún var með krabbamein í eggjastokkunum. Hún lést fjórum árum seinna.
22 árum seinna tapaði síðan 41 árs gömul dóttir hans, Charlotte Emily, baráttunni við sama sjúkdóm og móðir hennar hafði barist við.

Viðburðinum Stand Up to Cancer var sjónvarpað í beinni í gærkvöldi en leikarinn steig á svið eftir að kona að nafni Beverly sem sigrast hafði á krabbameini í eggjastokkum hafði sagt sína sögu.

To watch someone you love have his or her life eaten away bit by bit by this insidious disease, that part of your sorrow becomes an indelible part of your psyche. I held the generous, strong, beautiful hand of my first wife Cassie as ovarian cancer took her life much too soon. Just last year, I held the hand of my funny, wonderful daughter Charlotte before she, too, died from this wretched inherited disease.

Leikarinn hvatti síðan fólk til að leggja málefninu til með því að benda á sögu Beverly sem hefur sigrast á meininu og getur nú lifað lífinu áfram. Pierce sagði að þau vildu að allir myndu fá lækningu eins og Beverly sem hafa verið greindir.

And tonight, it is my honor to announce Stand Up to Cancer’s new effort to do just that. Thanks to our collaboration with the Ovarian Cancer Research Foundation, the Ovarian Cancer National Alliance and the National Ovarian Cancer Coalition, we’re launching our first ovarian cancer dream team. So, please call us now, give for the women you love and miss. I’m giving for Cassie, Charlotte, Margot and Norma. Let’s build that future where we hold our loved ones’ hands, watch them grow old as it should be after a long life fully lived.

 

rs_634x1024-140905191050-634.Pierce-Brosnan-SU2C.ms.090514

SHARE