Jamie Oliver eignast fimmta barnið

Meistarakokkurinn Jamie Oliver (41) og eiginkona hans Jools (41) eignuðust sitt fimmta barn á dögunum. Barnið er drengur, en fyrir eiga þau Poppy Honey (14), Daisy Boo (12), Petal Blossom (6) og Buddy Bear (5). Hjónin eru í skýjunum yfir síðustu viðbót sinni við fjölskylduna og segir Jamie að þetta barn sé þeirra síðasta.

Sjá einnig: Jamie Oliver á von á sínu fimmta barni

Fæðingin gekk sérlega vel og eru þau afar stolt af tveimur elstu dætrum sínum, þar sem þær fengu að koma inn á fæðingarstofuna undir endann og urðu vitni að því þegar litli bróðir þeirra kom í heiminn. Eftir á fengu þær svo að klippa naflastrenginn saman.

Jamie segist vera afar þakklátur fyrir að eiga svona stóra fjölskyldu, þar sem hún heldur honum við raunveruleikann. Líf hans sem heimsfrægur kokkur, gerir það að verkum að hann þarf að vera innan um lífstíl sem er ekki mjög fjölskylduvænn bransi, en að eiga svo stóra fjölskyldu haldi honum heiðarlegum.

Sjá einnig: Ævintýri að starfa hjá Jamie Oliver

 

36FE37AB00000578-3728840-image-a-1_1470628323805

36FE54ED00000578-3728840-image-a-10_1470630731713

362CFA0F00000578-0-image-a-74_1468284329360

SHARE