Japanskt poppstirni í þætti David Letterman

Þáttastjórnandinn David Letterman boðar sjaldan til sín tónlistarfólk frá Asíu, hvað þá stjörnur sem eru ekki af holdi og blóði.

Hatsune Miku er rafrænn spuni með öllu og kom fram sem hologram, eða heilmynd eins og sagt er á góðri íslensku, þar sem hún tróð upp á sviði Lettermans í góðu gamni. Meira að segja rödd Hatsune er ómennsk en hún er hönnuð í hljóðforritinu Crypton Future Media.

Vinsældir Hatsune Miku eru gríðarlegar í heimalandinu Japan og á hún sér diggan aðdáendahóp.

Leitt bara að hún skuli ekki vita af því sjálf!

Hér að neðan má sjá flutning Hatsune. Er þetta virkilega framtíðin?

https://www.youtube.com/watch?v=qA5pIpdQEr0&ps=docs&ps=docs&ps=docs&ps=docs

 

SHARE