Jara Sól lætur ekkert stoppa sig – Viðtal

Jara Sól Guðjónsdóttir hefur náð rosalega góðum árangri í fitness en hún keppti á sínu fyrsta móti 5.apríl 2011.
Jara er 23 ára gömul eða fædd 89‘. Hún er í fullri vinnu á leikskólanum Aðalþing í Kópavogi og líkar það mjög vel.
Einnig var hún að byrja í Háskólanum á Akureyri í fjarnámi en þar er hún að læra sálfræði.
Um helgar vinnur hún svo á langflottustu stofunni hárgreiðslustofunni Modus hjá Hermanni Óla ásamt því að taka aukavaktir í skór.is/kaupfélaginu það má með sönnu segja að Jara er hörkudugleg og lætur nákvæmlega ekkert stoppa sig.
Jara Sól stefnir á að læra barnasálfræði en auglýsingasálfræði er einnig farin að heilla svo framhaldið kemur allt í ljós þegar nær dregur.
Við fengum að spyrja Jöru nokkurra spurninga í sambandi við fitness og lífið sjálf.

FITNESS 4

Hvernig kviknaði áhugi þinn á fitness og hvernig var fyrsta skrefið ?
Ég keppti á mínu fyrsta móti 5.apríl um páskana 2011.
Ég ætlaði aldrei að keppa og var aldrei búin að kynna mér þetta almennilega fyrr en í janúar, en ákvað svo að taka þátt þegar voru 2 mánuðir í mót.
Fékk matarplan og lyftingarprógramm hjá Lindu Jónsdóttur þjálfara í WC laugum, hún er æðisleg og veit sko sannarlega hvað hún er að gera.
Ég kom sá og sigraði minn flokk -163 og það var alveg nett sjokk, ég var ekki að trúa mínum eigin eyrum þegar nafnið mitt var kallað upp.
Var ekki einu sinni að búast við því að komast í topp 6, var nefnilega ekki með nein markmið þannig, vildi bara prufa taka þátt.
En svo fannst mér þetta svo ótrúlega gaman og hafði aldrei verið í svona góðu formi að mig langaði til að taka þátt aftur og tók ákvörðun um það þegar það voru um 15 vikur í mót, fór þá til Konráðs Gíslasonar þjálfa í laugum.

Sportið er væntanlega mjög dýrt, skipta styrkirnir miklu máli svo þetta gangi upp?
Það skiptir gríðarlegu máli að hafa styrki, þetta er dýrt sport og peningar vaxa ekki á trjám. Svo líka því betur sem þér gengur því betur gengur að fá styrki fyrir næsta mót.
Ég var reyndar ekkert sérlega dugleg að sækja um spons, en ég sótti um það helsta, var í spons hjá Core, Neglur og List, Láru, Modus, kiss,  fékk svo spons hjá Sælunni en nýtti mér það aldrei.

Tekur þú mikið eftir neikvæðri umfjöllun um fitness, ef svo er hvernig tekur þú því?
Ég hef tekið eftir mikilli umfjöllun um sportið núna sérstaklega eftir seinasta mót.
Neikvæð umfjöllun hefur vakið mikla athygli og hefur komið fram í fréttamiðlum, en það koma nú miklu fleiri jákvæð ummæli heldur en neikvæð.
Auðvitað hefur fólk sínar skoðanir en fólk er að fara framúr sér með ljótum og niðrandi ummælum.
Finnst bara að fólk ætti að vita um hvað sportið snýst um áður en það fer að gagnrýna á svona niðrandi hátt.
Fólk verður að passa sig hvað það er að segja.
Ég á fjölskyldu sem skoðar myndir af mér á netinu og finnst ekki sérlega skemmtilegt að sjá þessi ummæli undir myndunum á Nutramino síðunni, en ég tek þessu engan vegin inn á mig en sumir gera það og vona bara að keppendur láti þetta ekki hafa áhrif sig um ókomna tíð í sportinu.

Hvað er það fyrsta sem þú borðar vanalega eftir keppni?
Það er misjafnt, eftir fyrsta mótið mitt fékk ég mér feitasta hamborgarann á Fabrikkunni og bætti meira segja eggi ofan á! ásamt franskar og bernés en fékk mér svo sushi og nautalund eftir seinasta mót.
Manni langar í allt eftir mót og á ég erfitt með að ákveða eitthvað eitt

Finnst þér erfitt að halda mataræðinu og láta ekki freistast?
Ég verð að viðurkenna það að mér finnst það ekkert auðvelt, ég er alger sælkeri og elska að borða góðan mat.
En ég vil ná árangri og ganga vel í sportinu svo maður verður að fylgja mataplaninu sem maður fær hjá þjálfaranum.

Hversu oft í viku mætir þú í ræktina?
11 sinnum í viku fyrir mót, en annars 4-5 sinnum.

Stundar þú einhverja aðra hreyfingu?
Syndi af og til, göngutúrar og elska að fara á Esjuna þegar veður leyfir.

Telur þú lífstílinn að keppa í fitness heilbrigðan?
Já ég tel það vera heilbrigðan lífstíl, ég fer eftir öllu sem minn þjálfari segir mér að gera og treysti honum 100%.

Getur þú gefið okkur dæmi um dag hjá þér í mataræði? Off season er það Hafragrautur á morgnanna og prótein, eða boost, fæ mér millimál oft misjafnt hendi oftast í mig Hámarki, maturinn í vinnunni er alltaf hollur og gerður frá grunni, borða mikinn fisk og kjúkling í bæði hádegis og kvöldmat.

Getur þú gefið fólki einhver ráð sem langar að prufa að keppa í fyrsta skipti ?
Finna sér fyrst og fremst þjálfara, mæli með Lindu Jónsdóttur eða Konráði Val Gíslasyni. Fara yfir þetta með þjálfaranum, vera viss um hvað þetta snýst, hvað gerist eftir keppnin o.s.frv þú þarft að gera þetta fyrir sjálfan þig og engan annan

FITNESS 5

FITNESS 2

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here