Jarðaber fyllt með ostaköku, auðvelt og gott! – Uppskrift

Efni:

 

450 gr stór jarðarber
225gr rjómaostur
3-4 mtsk flórsykur
1 tsk vanilludropar
LU kex, malað

aðferð:

Skolið jarðarberin og skerið grænu laufin af toppinum. Gerið holu í berin ef ekki er hola í þeim frá náttúrunnar hendi! Ef þið viljið að berin geti staðið þarf að skera rétt aðeins neðan af þeim.

Setjið ost, sykur og vanilludropa í skál og þeytið. Setjið í sprautu og sprautið inn í berin. Dreifið kexmylsnu ofan á berin. Það er líka gott að strá smásúkkulaðimylsnu ofan á berin!

Og svo er bara að borða og njóta. Þetta er auðveldur og góður eftirréttur.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here