
Þessi svakalega girnilega terta kemur frá Eldhússystrum og er bæði falleg og gómsæt.
Jarðaberjaterta með dulce de leche
1 dós “sweetened condensed milk” eða ef þið finnið þá: “caramelized milk” (eða í versta falli venjuleg karamellusósa ef þið finnið ekki niðursoðna mjólk.
150 gr smjör
300 gr digestive kex
0,5 – 1 líter jarðaber
150 gr daim súkkulaði
3 dl rjómi
Aðferð
Karamella:
Athugið: Ef þið kaupið caramelized mjólk þá er búið að sjóða hana niður og þið þurfið ekki að fara í gegnum þetta skref, þetta er bara fyrir “condensed milk” sem er ekki búið að sjóða niður.
Setjið dósina með condensed milk óopnaða í stóran pott. Setjið vatn yfir svo að dósin sé alveg á kafi og vel það. Látið malla í 2,5 tíma (potturin á ekki að vera með lokinu á) og passið vel upp á að vatnið þeki dósina allan tíman, ef vatnið minnkar bætið þá á (ef að vatnið þekur ekki dósina getur hún víst í versta fallið sprungið). Takið dósina upp og skolið í köldu vatna. Látið kólna alveg og opnið svo dósina – mjólkin er nú orði að karamellu sem er oft kölluð “dulche de leche”.
Kakan:
Myljið kexið alveg (ég setti mitt í matvinnsluvél). Bræðið smjörið og blandið vel saman við kexið.
Klæðið 24 – 25 cm springform með plastfilmu. Þrýstið kexblöndunni í botninn á forminu og kælið í ca. klst. Losið að því loknu hliðarnar frá forminu, takið botninn upp úr því og losið plastið varlega frá botninum og leggið hann svo á tertufat/disk.
Hakkið daimið í litla bita og blandið 2/3 af því saman við vel þeyttan rjómann.
Smyrjið karamellunni á tertubotninn, setjið rjómann yfir og setjið svo jarðaberin ofan á. Stráið að lokum afgangnum af daiminu yfir herlegheitin.

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.