Jason Momoa býr í bíl eftir skilnaðinn

Íslandsvinurinn og leikarinn Jason Momoa (42) skildi á dögunum við konu sína til margra ára, Lisa Bonet (53). Þau sendu frá sér fréttatilkynningu á Instagram reikning Jason, en Lisa er ekki á samfélagsmiðlum, fyrr í þessum mánuði þar sem þau sögðu meðal annars að: „Við höfum öll fundið fyrir þrengingum og breytingum á þessum umbreytingatímum… bylting er að fara að eiga sér stað – og fjölskyldan okkar er engin undantekning.“

Seinna í tilkynningunni segir: „Við deilum þessu ekki vegna þess að okkur finnist það fréttnæmt, heldur til að við getum haldið áfram með lífið með reisn og heiðarleika. Við elskum hvort annað ennþá og sú ást mun bara þróast.“

Jason er fluttur út og Lisa varð eftir á heimili þeirra með börnin tvö. Jason býr því núna í húsbíl í bakgarði vinar síns. Við skulum samt alveg bíða með að stofna söfnunarreikning fyrir hann því hann er ekki í gömlum sjúskuðum húsbíl, heldur býr hann í húsbíl sem hann keypti á 96 milljónir fyrir nokkrum árum síðan, svo hann kostar meira en margar íbúðir á Íslandi. Bíllinn er svipaður þessum:

Heimildarmaður sagði að hann vildi frekar vera í bílnum en á hóteli því hann væri svo lítið fyrir einhvern lúxus og vildi vera nálægt ströndinni.

SHARE