Jason Momoa komin með húðflúr á höfuðið

Jason Momoa er mjög stoltur af því að vera frá Hawaii og hann sannaði það heldur betur þegar hann frumsýndi nýjasta húðflúrið sitt. Nýja flúrið er tileinkað ættbálkum Hawaii en Jason greindi frá þessu fyrst á Instagram um leið og hann óskaði Hawaiian Airlines til hamingju með að byrja aftur að fljúga til Nýja Sjálands eftir heimsfaraldurinn.

Hann er með nýtt flúr á handleggnum og í lok myndbandsins tekur hann af sér hattinn og sýnir nýja flúrið á höfðinu. Við sögðum ykkur líka frá því á dögunum þegar hann rakaði af sér hárið.

SHARE