Jason Momoa rakar af sér hárið

Íslandsvinurinn Jason Momoa rakaði af sér löngu lokkana sem hafa verið eitt af því sem hann hefur verið þekktur fyrir. Í myndbandi sem Jason birti á Instagram byrjaði hann að segja frá því að hann væri byrjaður ferlið að klippa af sér hárið. Svo segir hann frá því að hann sé að gera þetta til að vekja athygli á umhverfismálum og þá sérstaklega á notkun einnota plastumbúða.

Jason vill með þessu hvetja fólk til að hætta að nota einnota plast eins og plastglös, plasthnífapör og þvíumlíkt.

Instagram will load in the frontend.
SHARE