Játningar bókafíkills

Játningar bókafíkills


Við erum oft á tíðum mjög hlédræg og tölum mjög sjaldan um þetta áhugamál okkar vegna þess að í nútímasamfélagi sem þessu, telst það að vera bóka-elskandi nördalegt og asnalegt.
Þegar fólk hugsar um hugtakið að vera nörd, sér fólk í huga sínum fólk í skyrtum, með buxur girtar upp að brjóstkassa, með freknur í andliti, fitugt hár og risastór gleraugu.
Til eru nördar sem líta svona út, en einnig eru til nördar sem eru alveg eins og þið útlega séð. Við eigum erfitt með að viðurkenna þessa ástríðu okkar en bækur eru okkar fíkniefni, og við erum í laumi mjög stolt af því.
Okkur finnst fátt betra en að liggja upp í sófa með notalegt teppi yfir okkur og með okkar uppáhalds bók í hendi eftir langan vinnu- eða skóladag. Heitur tebolli er ekki í verri kanntinum þegar veðrið er vont og leiðinlegt.
Einnig er þó æðislegt að liggja úti í sólinni þegar hún lætur sjá sig og slá tvær flugur í einu höggi: verða súkkulaðibrún og lesa!
Þegar við lesum þá sogumst við inn í heim bókarinnar og gleymum okkur í þeim heimi algjörlega. Það skiptir engu máli hvort við séum að lesa um drengin sem lifði, hinn mikla Gatsby eða litla hobbitan Bilbo Baggins þá munum við alltaf snúa til þeirra ef þarf að skreppa frá okkar daglegu lífi; þeir munu alltaf taka á móti okkur með opnum örmum.
Í heimi bóka-nörda eru bókabúðir eins og fatabúðir fyrir fyrirsætur; við löbbum ekki út án þess að hafa keypt neitt. Ekkert er betra en að opna nýkeypta bók og finna glænýja bókalykt.
Við sem lesum til skemmtunar eigum oft erfitt með að temja skap okkar þegar okkar uppáhaldsbækur fara í kvikmyndaframleiðslu og hvað þá þegar þær koma í bíó eða á DVD. Gleði okkar og spenna er ólýsanlega mikil og þessar sterku tilfiningar eiga það til að pirra þá sem ekki skilja okkur og þessa ástríðu okkar.
Þrátt fyrir þessa gleði okkar vitum við að bækurnar verað ávalt betri en myndirnar og því reynum við að hafa ekki miklar væntingar til þeirra, en endum alltaf á því að hafa þær of háar.
Okkar orð til ykkar sem lesa ekki: lesið! Þið aukið ýmundarafl ykkar ásamt orðaforða á bæði íslensku og örðum tungumálum. Upplifunin við lestur er mikil og bestu bækurnar lifa með ykkur svo lengi sem þið lifið.
Bókin er besti vinur mannsins, fyrir utan hundinn, en eins og hundurinn þá dæmir bókinn mann aldrei og býður mann ávalt velkomin í heim hennar.
Kær kveðja
Bókafíkill

SHARE