Jay Z vill ekki vera svaramaður Kanye West – Myndir

Rapparinn Kanye West og raunveruleikastjarnan Kim Kardashian hafa ákveðið dagsetningu fyrir brúðkaupið þeirra og varð 24. maí fyrir valinu. Brúðkaupinu verður sjónvarpað, en sökum þess hefur besti vinur Kanye, Jay Z, neitað að vera svaramaður hans. Upphaflega ætlaði Jay að vera svaramaðurinn en þar sem hann og kona hans Beyonce vilja alls ekki eiga í hættu að lenda í raunveruleikaþætti Kim, Keeping Up With The Kardashians, hefur Jay dregið boð sitt til baka.

Leikarinn Christian Bale og eiginkona hans Sibi Blazic eiga von á sínu öðru barni. Sibi hefur náð að fela óléttukúluna í gegnum þetta verðlauna tímabil með því að klæðast alltaf svörtu en á Óskarsverðlaunahátíðinni gat hún ekki leynt því lengur. Fyrir eiga hjónin 8 ára gamla dóttur sem þau eignuðust í mars árið 2005.

Fyrrverandi kærasta George Clooney, Stacy Keibler, var ekki lengi að komast yfir sambandsslit hennar og George en hún gekk að eiga unnusta sinn Jared Pobre á laugardaginn síðasta. Stacy og George hættu saman í júlí 2013 og byrjaði hún að hitta Jared seinna um haustið sama ár. Eilífðarpiparsveinninnn George Clooney er enn á lausu en lét þau orð falla um daginn að leikkonan Eva Mendes væri sú rétta. Það versta væri að hún er í sambandi með með hjartaknúsaranum Ryan Gosling.

SHARE