Jennifer Aniston (37) átti í stormasömu sambandi við móður sína Nancy Dow á seinni árum og svo virðist sem þær hafa aldrei náð að laga samband sitt almennilega, áður en Nancy lést fyrir þremur mánuðum.

Sjá einnig: Jennifer Aniston brestur í grát á Giffoni kvikmyndahátíðinni

Við minningarathöfn Nancy var Jennifer beðin um að taka ösku móður sinnar, en vinum og ættingjum til mikillar furðu, sagði Jennifer hart nei. Hún vill ekkert hafa að gera með öskun og vill ekki hafa hana á heimili sínu.

Þær mæðgur höfðu afar lítið talast við í áratugi, eða eftir að Nancy gaf út sjálfsævisögu, þar sem hún segir að Jennifer hafi breyst svo mikið eftir að hún fann frægðina í Friends þáttaröðunum og talar hún afar opinskátt um persónulegt líf leikkonunnar, sem féll afar illa í kramið hjá Jennifer. Jennifer fannst móðir sín vera illa innrætt og vera leiðinleg við hana, svo hún ákvað að hafa sem minnstu samskipti við hana, þar til líða fór að dauða hennar.

hqdefault

 

 

SHARE