Jennifer Garner: Öfgafullir megrunarkúrar úr sögunni

fdaf

Leikkonan Jennifer Garner segist aldrei ætla aftur á strangan megrunarkúr eða stunda óhóflega mikla líkamsrækt til að grennast. Þegar Jennifer lék ofurnjósnara í þáttunum Alias og fór með hlutverk í bíómyndunum Elektra og Daredevil voru öfgafullir megrunarkúrar daglegt brauð hjá leikkonunni, en nú hefur hún fengið nóg.

Jennifer segist vera búin með þá daga þar sem hún neiti sér um það góða í lífinu. Leikkonan sem er þriggja barna móðir gefur sér þó alltaf tíma til þess að stunda líkamsrækt fjórum til fimm sinnum í viku.

Í viðtali við förðunarsérfræðinginn og ritstjóra Yahoo Beauty, Bobbi Brown tjáði leikkonan sig um þyngd og útlit.

Ég meina trúið mér, það er alltaf á einhverjum tímapunkti þegar ég fer í mátun þar sem ég hugsa, af hverju reyndi ég ekki bara að losna við 2 kíló og þá hefði ég passað í hvaða kjól sem er. Ég samt bara get það ekki.
Ég var í megrun svo lengi á meðan ég tók upp Alias og lék ofurhetju að það er eitthvað innra með mér sem getur ekki lengur gert neitt öfgafullt.

Jennifer segist borða í 80 prósent tilfella mat í hollari kantinum og yfirleitt nóg af grænmeti. Í hinum 20 prósent tilfellana er það þegar hún fær sér pítsu en hún segist aldrei neita sér um sneið þegar hún mæti í barnaafmæli.

 

Tengdar greinar:

Frægar án farða – 20 myndir

Hvernig kynntust þessi stjörnupör?

Heimildarmyndin: Allur sannleikurinn um megrunarkúra

 

SHARE