Jennifer Lopez fjárfestir í þakíbúð með púttvelli

Söngkonan Jennifer Lopez hefur fjárfest í þakíbúð í New York sem kostaði 2,6 milljarða ISK. Nágrannar hennar eru ekki af verri endanum en í byggingunni búa m.a. þau Chelsea Clinton og NASCAR ökuþórinn Jeff Gordon. Þó nágrannar hennar séu fyrrnefndir aðilar þá þarf Jennifer ekki að hafa neinar áhyggjur af því að þurfa að deila vandræðalegum lyftustundum með þeim því íbúðin hennar Jennifer er útbúin einkalyftu.

Þakíbúðin er rúmlega 600 fermetrar og útisvæðið 278 fermetrar. Það ætti því að vera nóg pláss fyrir Jennifer og börnin hennar tvö.
Þessi draumaíbúð inniheldur fjögur svefnherbergi, sex baðherbergi og er hún hönnuð í minimalískum stíl. Jennifer getur síðan haldið áfram að halda sér í fantaformi þar sem í íbúðinni er líkamsræktarsalur.

Útisvæðið er á tveimur hæðum og er með útsýni yfir Madison Square garðinn.

 

08-lopez-87801762-lgn

07-lopez-88691900-lgn

06-lopez-71395964-lgn

05-lopez-28924279-lgn

04-lopez-5774913-lgn

03-lopez-22039433-lgn

02-lopez-2836499-lgn

01-lopez-lgn

00-lopez-97087607-lgn

SHARE