Jóga Nidra og tónheilun, vá!!

Ég kynntist nýverið Jóga Nidra og ég er dolfallinn yfir því hversu máttugt tæki það er til þess að hjálpa manni að byggja sig upp eftir áföll og -eða draga úr streitu.

Ég hef upplifað mörg áföll á ævinni og tekið marga stóra slagi við lífið. Ég hef verið meðvituð um að hugsa ágætlega um mig en líka of oft keyrt mig áfram á engu bensíni. Ég hef stundum gleymt að elska mig og lagt alla mína orku í að hugsa um aðra en nú þegar ég hef klessukeyrt eftir enn eitt áfallið og er neytt til að endurskoða líf mitt og velja það besta fyrir mig þá er ég fús til að leita hjálpar og taka leiðsögn.

Ég hef nýtt mér ráðgjafaþjónustu Krabbameinsfélagsins en þar er aðstandendum einstaklega vel sinnt og þar finn ég fyrir miklum skilning og kærleika.

Ég hef nýtt mér hin ýmsu námskeið og eitt af því er Jóga Nidra sem mér var bent á að prófa þar sem það hefði svo slakandi áhrif. Sem og ég gerði og VÁ!!

Mér var bent á að Jóga Nidra gæti hjálpað mér að draga úr streitu, hjálpað mér að sýna sjálfri mér mildi og heilað mig andlega með því að ég næði að vinna betur úr áföllum og ná sátt. Að ég gæti lært að fylla hjarta mitt af sönnum kærleika í eigin garð og annara.

Svo ég tók leiðsögn og skráði mig á Jóga Nidra, með smá fordóma í eigin garð þar sem ég er í ofþyngd og ” allir” sem stunda einhversskonar jóga eru súper grannir.

Svo mætti ég í fyrsta tíman og upplifði magnaðar 55 mínútur.

Það eru tvær dásamlegar konur sem taka að sér að vera með Jóga Nidra þar hjá Krabbameinsfélaginu og þær eru líka með tónheilun í tímanum. Önnur spilar á gong og hörpu og hin á Tíbeskar skálar.

Ég hef aldrei upplifað aðra eins slökun og annað eins ferðalag eins og í þessum tímum.

Það sem ég vill helst nefna er að ég sef eins og ungabarn en það er eitthvað sem ég hef átt erfitt með í fjölda ára og ég er mun rólegri í hjarta, þarf mikið til að hreyfa við mér. Bestu áhrifin eru samt þau að líkami minn og sál hrópa á Jóga Nidra og ég er farinn að iðka nánast daglega hér heima með hjálp youtube og spotify.

Þegar ég heyrði í Tíbetskálunum upplifði ég djúpan kærleika í hjartanu og fann hvernig losnaði um streitupunkta hér og þar í líkamanum, án gríns.

Vá ég hitti fyrir eitthvað svo magnaða tóna sem heila mig svo fallega að ég fór og keypti mér mína fyrstu Tíbesku tónheilunarskál og nýt þess að spila á hana alla morgna samhliða hugleiðslustundinni minni.

Ég hvet alla til að prófa Jóga Nidra og finna hvað það gerir magnaða hluti, ég upplifi stórkostlega heilun með þessari ástundun. Fyrir mig er þetta sú leið sem ég vill nýta mér frekar en gleðipillur.

Skora á ykkur að prófa þetta magnaða form.

Namaste <3

SHARE