Jóhann Jóhannsson, tónskáld og lagasmiður hlaut Golden Globe-verðlaunin í nótt fyrir tónlist sína í kvikmyndinni The Theory of Everything, en aðrir tilnefndir í sama flokki voru Trent Rezn­or og Atticus Ross fyr­ir Gone Girl, Ant­onio Sanchez fyr­ir Bir­dm­an, Al­ex­andre Desplat fyr­ir The Im­itati­on Game og Hans Zimmer fyrir Interstellar.

Í myndinni er rakin saga eðlisfræðingins Stephen Hawking og fyrstu eiginkonu hans, Jane, barátta hans við eigin veikindi og merkar uppgötvanir hans.

Jóhann sagðist í viðtali við Morgunblaðið í desember sl. að það væri mikill heiður og gleði að vera tilnefndur og fá viðurkenningu á þessari vinnu og samstarfi sínu við leikstjóra myndarinnar, James Marsh.

Fyr­ir mig er vinn­an al­veg næg verðlaun, að fá að taka þátt í svona sterku verk­efni og fá að vera með í svona kvik­mynd. Allt annað er bón­us.

CNN greindi frá því í nótt að Jóhann hefði með verðlaununum skákað samlanda sínum, Björk, sem hlaut tvær tilnefningar til Golden Globes verðlauna árið 2001.

Hér að neðan má sjá stiklu myndarinnar,- meðal annars Eddie Redmayne í hlutverki Stephen Hawking, en hann hlaut einnig Golden Globes fyrir frammistöðu sína í aðalhlutverki.

Tengdar greinar:

Þessi eru tilnefnd til Golden Globes verðlauna 2015

SHARE