Johnny Depp hættur með lögfræðingnum

Johnny Depp og lögfræðingurinn Joelle Rich eru hætt saman samkvæmt People. Það var sagt frá því í lok september að þau væru „að hittast en það væri ekkert alvarlegt“. Á sama tíma var haft eftir heimildarmanni að það „væru brjálaðir straumar á milli þeirra og þetta væri alvarlegt samband og þau væru sköpuð fyrir hvort annað“.

Sjá einnig: Á mannamáli – Johnny Depp vs Amber Heard

Joelle var í lögfræðiteyminu sem Johnny var með í málinu gegn The sun, sem hann tapaði í nóvember 2020. Hún var ekki í teyminu í málinu gegn Amber en kom samt annað slagið í réttarsalinn til að fylgjast með.

SHARE