Johnny Depp selur ævintýralegt heimili sitt

Stórleikarinn Johnny Depp er að selja „penthouse“ íbúð sína í Los Angeles. Þetta er íbúðin þar sem hjónaband hans og Amber Heard sprakk í loft upp í maí á þessu ári, eins og svo margir muna eflaust.

 Íbúðin er í Art Deco stíl og vill Johnny fá um 12,78 milljónir dollar fyrir hana. Hún er mjög litrík og litir eins og rauður, fjólublár, svartur og himinblár eru allsráðandi. Það eru 9 svefnherbergi í íbúðinni og margt við íbúðina er mjög sérstakt. Þar má til dæmis nefna flísar sem eru eins og taflborð og dramatískar ljósakrónur. Hvert herbergi er eins og að vera staddur inni í listaverki. 

Hér er innlit í íbúðina

 

SHARE