Jóladagatalið – Caffitaly kaffivél, falleg Ítölsk hönnun

19. desember –  Í dag gefum við glæsilega kaffivél frá Caffitaly sem er stílhrein hönnun frá Ítalíu og einföld í notkun, mjög nett og er fyrirferðarlítil á eldhúsborðinu, en allir taka þó eftir henni sökum glæsileikans.  Þessi ítalska gæða expresso kaffivél hefur fengið frábæra dóma í Skandinavíu, m.a. verið valin sem besta hylkjavélin bæði í Danmörku, sjá hér og Svíþjóð.

kaffivél 1

Vélarnar koma í  nokkrum litum: svartar, silfur, silfur/rauðar, silfur/svartar og silfur/bláar.

capsuls

Í boði er mikið úrval af gæðakaffi, expresso, venjulegt uppáhellt og einnig margar tegundir af te og súkkulaði.

Kaffivélarnar eru komnar í sölu í flestum verslunum Húsasmiðjunnar, Búsáhöldum í Kringlunni og hjá Heimkaupum.  Kynning verður í dag fimmtudag 19.desember í Húsasmiðjunni Grafarholti á milli kl.18 – 21 og Húsasmiðjunni Skútuvogi n.k laugardag á milli kl. 14 – 16  á þessari frábæru vél, þá gefst þér tækifæri á að smakka kaffið og njóta.  Það eina sem þú þarft að gera er að kommenta „Já takk“ og líka við þessa mynd á vefsíðunni okkar og deila þessari frétt eins og vindurinn.

SHARE