Jóladesert – uppskrift

Mig langaði að deila þessum með ykkur þó jólin séu nánast á enda. Þennan er hægt að gera hvenær sem er en ég er vön honum á jólunum. Þessi desert eins og hann er alltaf kallaður á mínu heimili hefur verið í ættinni í nokkrar kynslóðir. Þetta bjó og býr amma mín, langamma og langalangamma mín til á jólunum – nú held ég aðfangadag með minni eigin litlu fjölskyldu og því finnst mér frábært að eiga þessa uppskrift til enda eitt af mínu uppáhalds góðgæti.

2 egg

3 msk. sykur

1 peli rjómi

1 sítróna

1/2 dós blandaðir ávextir

10 blöð matarlím

Makkarónukökur

Rababarasulta

Sherrí (ef vill)

Best er að hafa skál með breiðum botni undir þennan dessert.

Smyrjið dálítilli rababarasultu á botninn. Myljið makkarónukökur yfir og bleytið í með sherríi. Kökurnar sjúga upp sherríið!

ATH! Ef vill má alveg sleppa þessum kafla!

Leggið matarlímið í kalt vatn og látið það linast.

Velgið hluta af safanum af ávöxtunum og látið matarlímið leysast upp í honum. Ath! að hafa safann ekki of heitan því að þá eyðileggst matarlímið.

Þeytið egg og sykur mjög vel saman.

Þeytið rjómann.

Kreistið safann úr sítrónunni og hellið saman við ávextina.

Hellið matarlíminu (í mjórri bunu!) út í ávextina og hreyfið með skeið eða spaða.

Blandið eggjahrærunni út í.

Blandið rjómanum saman við.

Nú er þessu helt í skálina og hún sett inn í ísskáp. Ætlið ca. 4 klst. fyrir dessertinn að stífna. Skeytið með þeyttum rjóma og áv-xtum. T.d. miðursoðnum þerum.

Verði ykkur að mjög góðu. 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here