Jólagjafahugmyndir fyrir ástvini sem stunda líkamsrækt

Nú fer óðum að styttast í aðfangadag og ekki seinna vænna en að ganga frá jólagjafainnkaupunum.

Það er fjölmargt í boði fyrir fólk sem stundar líkamsrækt reglulega. Því ekki að sýna stuðning og hvatningu í verki með því að gefa góðar gjafir sem stuðla að bættum árangri?

Kannski viltu hvetja ástvin til þess að drífa sig í ræktina og þá er sniðugt að gefa gjöf sem er spennandi að láta reyna á í næsta líkamsræktartíma.

Púlsmælar

Screen Shot 2014-12-09 at 13.47.58Púlsmælarnir eru mjög vinsæl tæki til þess að hafa góða yfirsýn yfir þol líkamans. Þeir mæla hjartslátt og gefa þér verkfæri til þess að fylgjast með árangrinum. Púlsmælar fást í miklu úrvali hjá Fitness Sport í Faxafeni og eru þeim eiginleika gæddir að geta tengst hlaupabrettinu og sýnt púlsinn á skjánum þar.

Screen Shot 2014-12-09 at 13.41.00

Hristibrúsar

Eru sérstaklega hannaðir til þess að mixa orkudrykkinn eða bústið þitt á snjallan hátt.  Fást í öllum regnbogans litum. Veldu þinn uppáhalds! Þeir eru á niðursettu verði hjá Fitness Sport og fást nú á aðeins 1.490 krónur.

„Mix og Go“ Blandarinn

Screen Shot 2014-12-09 at 14.15.47Frábær blandari fyrir fólk á ferðinni. Mix&Go blandarinn er sérstaklega hannaður þannig að þú getur tekið innihaldið í glasinu beint með þér í bílinn eftir að hafa mixað það. Þú einfaldlega skellir sérstöku loki á glasið þegar þú ert búin að mixa saman hollustudrykkinn og þarft ekki að hafa áhyggjur af einhverju  sulli.

– Kemur með tveimur 750 ml brúsum og tveimur lokum.
– Auðvelt að þrífa
– 300 watta mótor
– tvær hraðastillingar og púls-takki

Fæst á tilboðsverði akkúrat núna á 9.990 krónur í Fitness Sport, Faxafeni.

Strappar

Screen Shot 2014-12-09 at 13.48.15Tilvalið að lauma nokkrum ströppum með í pakkann. Strappar eru notaðir fyrir réttarstöðuna eða niðurtogið til að auka gripið. Fást nú á aðeins 1.990 krónur í Fitness Sport.

Frí heimsending:

Það er um að gera að gera góð kaup um jólin og huga að heilsu ástvinarins í leiðinni. Kíktu á heimasíðu Fitness Sport og gangtu frá jólagjafainnkaupum heima í stofu og fáðu sendinguna frítt heim að dyrum.

Verslunin Fitness Sport er til húsa í Faxafeni 8 í Skeifunni. Komdu og skoðaðu úrvalið!

SHARE