Jólagjöf hins skeggjaða manns

Það getur oft verið erfitt að finna hina fullkomnu jólagjöf fyrir eiginmanninn, kærastann eða bara besta vininn. Ég hef allavega oft staðið alveg á gati og verið í stökustu vandræðum með að finna gjöf handa manninum mínum.

Í dag er annar hver maður með skegg. Það er bara þannig. Ef honum vex skegg, þá er hann örugglega að leyfa því að vaxa aðeins. Það er bara flott og hefur verið í tísku í þónokkurn tíma. Þetta skógarhöggsmannaútlit.

Ívar Smárason kynntist Percy Nobleman vörurnar þegar hann var í námi í Danmörku. Hann prófaði vörurnar og var hæstánægður með þær. Hann var það ánægður að hann ákvað að koma þeim á markað á Íslandi og stofnaði fyrirtækið The Perfect Gentleman. 

Vörurnar frá Percy Nobleman eru tilvaldar í pakkann til mannnsins í lífi þínu. Þess vegna ætlum við að vera með smá leik fyrir ykkur lesendur góðir. Það eina sem þú þarft að gera til að vera með er að skella einu „like-i“ á Facebook síðu The Perfect Gentleman og skrifa „já takk“ hér fyrir neðan.

Við drögum út tvo heppna aðila þann 10. desember sem fá svona sett að gjöf.

Í settinu er skeggsápa, skeggolía, skeggkrem og greiða fyrir skeggið.

 

 

SHARE