Jólalegur timíankokteill

Ekki sér fyrir endann á aðventu- og jólaboðum hvers konar og þá er eins gott að hafa barinn vel birgðan. Þessi kokteill er yndislega frískandi og fullkominn sem fordrykkur í jólapartínu.

2 cm. engifer
2 msk. sykur
4 msk. vatn
börkur af 1 sítrónu
1 timíangrein
2 hlutar gin
sódavatn

Byrjið á því að búa til síróp. Skrælið engiferið og skerið í litla bita. Setjið það í pott ásamt sykri, vatni, sítrónuberki og tímían og sjóðið saman í 2-3 mínútur. Kælið og sigtið bitana frá. Skiptið sírópinu í tvö glös og setjið einn hluta af gini í hvort glas ásamt ísmolum. Fyllið upp með sódavatni og skreytið með tímíangreinum.

31255-kokkteill

SHARE