Jólamarkaður Búrsins í Hörpunni um helgina

Ljúfmetisverslunin Búrið mun halda sinn sístækkandi og gómgleðjandi jólamatarmarkað í Hörpunni í ár. Helgina 14. – 15 des. á milli kl. 11-17  koma meira en fimmtíu framleiðendur og bændur frá öllum landsfjórðungum saman í Hörpunni til að selja og kynna vörur sínar og framleiðslu. Fjölbreytt úrval ljúfmetis hefur aldrei verið meira og hægt verður að krækja sér í eitthvað gómsætt og sérstakt til matar yfir hátíðirnar en einnig aðventusnarl, jólagjafir og möndlugjöf svo eitthvað sé nefnt!
Jólamarkaður Búrsins skipar stóran sess í jólahaldi íslenskra matgæðinga og er orðinn fastur liður á aðventunni. Þetta er þriðja árið í röð sem Búrið stendur fyrir þessum viðburði sem er haldin í tilefni af hinum alþjóðlega Terra Madre degi. Það eru Slow food samtökin sem standa að þeim degi og vilja með honum vekja athygli á ferskri og hreinni matvöru um allan heim.

SHARE