Bandarísku jólapeysurnar vinsælar á Íslandi – taktu þátt í leik

Sannkallað jólapeysu-æði hefur gripið landsmenn og virðast margir ætla að ganga lengra en að skreyta einungis heimilin sín fyrir hátíðirnar. Peysurnar frá Peysur.is eru vintage jólapeysur frá Bandaríkjunum og gleðja sannarlega augað.

Hluti af ágóða af sölu á jólapeysunum rennur til Barnaheilla í ár og því verðugt málefni stutt í leiðinni. Inni á Barnaheill.is má sjá marga fræga íslendinga styðja gott málefni með því að vera í jólapeysu. 

jolapeysurVið gripum Eydísi Sigurðardóttur, peysusala, á tali og forvitnuðumst um jólapeysutískuna. Samkvæmt Eydísi hefur áhuginn á peysunum aukist jafnt og þétt síðastliðin ár.

„Núna eru mun fleiri jólapeysupartý og það er greinilegt að íslendingar taka vel í þessa amerísku jólahefð. Það er svo jólalegt að klæðast jólapeysu. Fólki í kringum mann finnst það fyndið og sniðugt svo það er alveg öruggt að jólapeysur koma fólki í gott skap.“

Eydís segir skrautlegar peysur sem eru hnepptar að framan njóta mikilla vinsælda og að sígildu jólavestin séu vinsæl hjá körlum.

 

5peysur-2

 Peysurnar eru í unisex stærðum og henta því bæði konum og körlum.

„Við  gefum hluta ágóðans af hverri seldri peysu af Peysur.is til Barnaheilla. Að auki höfum við ákveðið að styrkja þá aukalega sem kaupa peysu hjá okkur og skrá sig til leiks hjá Barnaheillum. Við hvetjum alla sem eiga jólapeysu til þess að skrá sig á Jolapeysan.is

Eydís segist eiga von á nýrri sendingu bráðlega þar sem birgðirnar eru fljótar að klárast.

„Vegna mikillar eftirspurnar fáum við nýja sendingu fljótlega með brakandi ferskum jólapeysum í öllum stærðum og gerðum. Við bjóðum upp á fría heimsendingu innan höfuðborgarsvæðisins.“

Hún.is ætlar í samstarfi við Peysur.is að gefa heppnum lesenda sem er kominn í jólaskap jólapeysu að eigin vali. Það eina sem þú þarft að gera er að láta þér líka við Jólapeysan á Facebook og segja okkur hvað kemur þér í jólaskap í ummælum hér að neðan. Dregið verður á laugardagskvöld.

SHARE