Jörðin opnaðist í garðinum hjá þeim

Um 12 hús voru rýmd vegna þess að gjá opnaðist í hverfi í Black Hawk, í Suður Dakota. Jörðin byrjaði að síga 27. apríl en síðan hefur holan bara stækkað og komið hefur í ljós að húsin voru reist á yfirgefinni námu.

Félagskapur sem kallar sig Paha Sapa Grotto ákvað að fara í könnunarleiðangur í námuna og komust heldur betur í feitt þegar þeir fóru niður. Paha Sapa Grotto eru virt um allan heim fyrir hellaskoðanir, kannanir og vísindi um hella.

„Þegar við heyrðum um holuna (sinkhole) vissum við að þetta hlyti að vera á svæði þar sem væru hellar,“ sagði Nick Anderson í samtali við Bored Panda. Það kom samt í ljós að þetta var alls enginn hellir heldur gips náma.

„Rýmið sem við komum í var 4,5 metra hátt og 18 metra breitt. Við urðum mjög spenntir og fórum að lítast um,“ sagði Nick.

„Við áætlum að náman sé um 600 metra löng og 45 metra breið. Náman fer undir að minnsta kosti 12 heimili,“ sagði Nick.

Það fannst eitt stykki bíll í námunni sem er ekki alveg á hreinu hvernig komst þangað sem hann var staddur.

Eigendur húsanna leitast nú eftir því að fá bætur vegna húsa sinna en þau eru verðlaus eftir þetta.

SHARE