Jude Law pabbi í fimmta sinn

Leikarinn Jude Law og fyrrverandi kærasta hans, Catherine Harding, eignuðust dóttur á mánudaginn síðastliðinn. Þetta staðfesti fjölmiðlafulltrúi Jude Law í viðtali við Daily Mail. Það var í október síðastliðnum sem parið tilkynnti að það ætti von á barni saman. Þrátt fyrir að hafa slitið samvistum er parið staðráðið í að standa saman að uppeldi dótturinnar.

rs_634x1024-150121193014-634-jude-law-black-sea-nyc-ms-012115

Þetta er fyrsta barn Jude með hinni 23 ára gömlu Catherine, en fyrir á leikarinn þrjú börn með fyrrverandi eiginkonu sinni Sadie Frost. Soninn Rafferty 18 ára, dótturina Iris 13 ára og soninn Rudy 12 ára. Einnig á Jude dótturina Sophie, 5 ára með Samantha Burke.

Lestu fleiri skemmtilegar greinar á nude-logo-nytt1-1

Tengdar greinar:

11 ungar fyrirsætur sem eiga fræga foreldra

Íslandsvinurinn Justin Timberlake er sagður eiga von á sínu fyrsta barni

10 ástæður þess að það, að eiga ungt barn er eins og fangelsisvist

 

SHARE