Justin Bieber farinn að grýta eggjum – Kastaði í það minnsta 20 eggjum

Samkvæmt slúðursíðunni TMZ fór ónafngreindur maður út á svalir hjá sér klukkan hálfátta að kvöldi til því hann heyrði furðulegt hljóð. Hljóðið sem hann heyrði, segir hann, að hafi verið Justin Bieber að kasta eggjum í heimili mannsins.  

Maðurinn spurði Justin að sjálfsögðu hvað í fjáranum hann væri að gera og Justin svaraði því með því að kasta enn fleiri eggjum og hljóp síðan heim til sín.

Þessi ónafngreindi nágranni Justin segir að Justin hafi í það minnsta hent 20 eggjum í húsið hans, en hann hringdi í lögregluna. Ekki er vitað hvort lögreglan hafi talað eitthvað við Bieber um þetta.
[viddler id=f11dd9d2 w=545 h=307]

 

SHARE