Justin Bieber handtekinn fyrir ölvunarakstur og fleira – Myndband

Justin Bieber var handtekinn snemma í morgun fyrir að keyra undir áhrifum, veita mótspyrnu við handtöku, ofsaakstur og fyrir að vera með útrunnið ökuskírteni. Ungstirnið var statt á Miami Beach þegar atvikið átti sér stað en Justin hreytti ófögrum orðum í lögreglumennina sem tóku hann og hélt því fram að hann hefði verið að koma úr upptökuveri. Justin var í svokallaðri spyrnu við annan bíl þegar lögreglan stoppaði hann en faðir hans var sá sem stöðvaði umferðina til að bílarnir gætu spyrnt. Sökum þess að hann er eltur á röndum þessa dagana hefur erlenda slúðurfréttasíðan staðfestar heimildir fyrir því hann hafi verið að koma af skemmtistað ásamt föður sínum ekki úr neinu upptökuveri. Lögreglan gaf þær upplýsingar að Justin hafi verið undir áhrifum fíkniefna og áfengis. Svo virðist sem söngvarinn geri lítið annað en að koma sér í klandur, en fyrir stuttu var lögreglan var kölluð á heimili hans vegna þess að hann og vinir hans grýttu hús nágranna hans með eggjum. Nágrannar hans hafa beðið hann um að flytja úr hverfinu eftir atvikið. Justin fór fyrir dómara í gegnum samskiptaforritið Skype nú fyrir stuttu. Hér má sjá myndskeið frá því.

SHARE