Justin Bieber misnotar hóstasaft, læknadóp og fleira

Justin Bieber á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir en slúðurmiðlar hið vestra halda því fram að hann misnoti hóstasaftið Prometh sem Actavis framleiðir.

Mikið hefur verið fjallað um misnotkun hóstasaftsins Prometh í íslenskum fjölmiðlun, en það hefur meðal annars verið framleitt af Actavis,  en samkvæmt upplýsingafulltrúa Actavis vinna þeir nú hörðum höndum að því að hætta sölu á lyfinu á Bandaríkjamarkaði.

Lyfið er ákaflega vinsælt vestanhafs en sökum þess að lyfið er lyfseðilsskylt fer götuverðið á 473 ml flösku upp í allt að 800 dollara eða 92.808 íslenskar krónur.

Justin er sagður fá sinn skammt af lyfinu frá öðru landi en þegar ungstirnið drekkur sem mest af því er hann að fara með allt að 350 ml á dag. Ásamt því að misnota Prometh tekur hann mikið af lyfseðilsskyldum lyfjum eins og t.d. Xanax, drekkur áfengi og reykir marjúna.

Nánustu vandamenn hafa miklar áhyggjur af Justin og vilja að hann fari í meðferð.

Á slúðursíðu TMZ var birt mynd af íslensku framleiðslunni frá Actavis, ásamt fréttinni um Justin.

Screen Shot 2014-01-20 at 1.07.48 PM

SHARE