Justin Bieber og Sofia Richie hætt saman

Sofia Richie (18) og Justin Bieber (22) eru hætt saman eftir að eins mánaðar samband. Sambandið var ekki alvarlegt til að byrja með og þau hafa ekki sést saman frá því þau fóru í frí saman til Mexíkó í ágúst. Justin er staddur í Þýskalandi á tónleikaferðalagi sínu, en Sofia er í Malibu, en þau hafa verð saman í fríi í Kaliforníu og Tokyo og vöktu mikla athygli á hóteli í Mexíkó, þar sem hótelstarfsmaður þurfti að áminna þau fyrir ástaratlot sín.

Sjá einnig: Selena Gomez skiptir um símanúmer vegna Justin Bieber

Talið er að dramatík hafði komið upp þegar Justin var stanslaust að reyna að ná í sína fyrrverandi, Selena Gomez. Selena hefur hins vegar skipt um símanúmer og vill alls ekki að Justin fái nýja símanúmerið hennar. Hún hefur meira að segja bannað vinum að láta hann fá númerið sitt, svo mikið vill hún ekki heyra í honum.

SHARE