Justin Bieber undir eftirliti vegna þunglyndis

Justin Bieber (25) hefur átt mjög erfitt að undanförnu en hann hefur verið að berjast við þunglyndi. Heimildarmaður RadarOnline sagði: „Justin er að eiga við andleg veikindi sem skullu á honum mjög snögglega.“

Justin leitaði sér hjálpar fyrir nokkrum vikum og fékk meðferð við þunglyndinu. Hann setti svo inn tilfinningaþrungna færslu á Instagram á sunnudag þar sem hann biður aðdáendur sína að biðja fyrir sér.

Heimildarmaður sagði: „Justin hefur alltaf lifað lífi sínu þannig að hann er allt sem hann þarf að vera en núna veit hann ekki hver hann er.“

Söngvarinn ungi gekk í hjónaband með Hailey Baldwin eftir frekar stutt samband. Hann fjarlægðist tónlistina og einbeitti sér að hjónabandinu: „Hann hélt að guð of kirkjan myndi laga hann en það gerðist ekki. Hann hélt líka að Hailey myndi laga hann en hún getur það ekki. Hann er núna undir miklu eftirliti hjá læknum,“ segir heimildarmaðurinn. „Það er verið að reyna að finna út hvaða lyf geta hjálpað honum en vandamálið er bara að hann er almennt mikið á móti lyfjum.“

 

SHARE