Justin Timberlake eignast son

Söngvarinn Justin Timberlake og leikkonan Jessica Biel hafa eigast sitt fyrsta barn saman.

Upplýsingafulltrúi hjónanna tilkynnti í gær laugardag að þau hafi eignast son sem hefur fengið nafnið Silas Randall Timberlake. Hjónin eru í skýjunum og heilsast móður og barni afar vel.

Fyrsta nafn drengsins er úr Biblíunni en skemmtilegt er að segja frá því að millinafn Justin er einnig Randall.

Móðir Justin var sú fyrsta til að óska hjónunum til hamingju með frumburðinn á Twitter en hún skrifaði:

Frábæri sonur minn og fallega konan hans hafa gefið okkur einstökustu gjöf í heiminum! Silas Randall Timberlake! Nefndur í höfuðið á föður mínum og syni! Lífið er fallegt og við gætum ekki verið hamingjusamari! Guð blessi ykkur og takk fyrir allar hamingjuóskirnar.

277547F900000578-3034943-image-a-1_1428763813926

Sjá einnig: Justin Timberlake staðfestir þungun eiginkonu sinnar með sætum kossi

SHARE