Justin Timberlake sem drykkfelldur og dapur lime-ávöxtur

Justin Timberlake er hæfileikaríkur, ungur maður. En hér að neðan bregður söngvarinn og leikarinn sér í furðulegasta gervi allra tíma; lime-ávöxt.

Ekki bara er Timberlake lime-ávöxtur, heldur er hann óþekkjanlegur. Og hrikalega fyndinn líka. Erfitt er að útskýra af hverju Timberlake er hér í hlutverki lúxus-lime ávaxtar en hann brá sér í gervið fyrir áfengisauglýsingu þar sem tekíla og lime-ávextir koma við sögu og svo lúxuslífið sem lime-ávextir augljóslega lifðu áður en nýja tegundin kom á markað.

Erfitt er að segja  meira til um hvað gengur hér á – en Timberlake sýnir snilldartakta:

https://youtu.be/mtyZMVhBkVk

Sjá einnig: Fyrstu myndirnar af syni Justin Timberlake líta dagsins ljós

SHARE