Kærastinn sagði henni að fara í Botox þegar hún var 23 ára

Þegar Jennifer Lopez var nýskriðin yfir tvítugt átti hún kærasta sem hvatti hana til að fara í Botox.

„Ég sagði bara „nei takk“ og hef aldrei farið í Botox,“ sagði Jennifer í samtali við Elle. Hún sagði líka að þau kærastinn hefðu verið hjá sitthvorum húðlækninum og hans læknir hefði mælt með Botox á meðan hennar læknir lét hana fá gott hreinsiefni og sólarvörn.

Sjá einnig: „Kylie mun hata mig fyrir þetta“

Í einni heimsókn kærastans til húðlæknisins fór Jennifer með honum og læknirinn var fljótur að benda á að hún væri með fínar línur í andlitinu. Hann hvatti hana til að koma til hans í Botox og kærastinn var sammála. Jennifer afþakkaði. „Ég velti oft fyrir mér hvað hefði gerst ef ég hefði byrjað í Botox 23 ára. Hvernig myndi ég líta út í dag? Ég myndi líta allt öðruvísi út.

En hvernig fer Jennifer að því að vera með svona fullkomna húð? Hún segir að aðalmálið sé sólarvörn. „Ég myndi mæla með að allir myndu nota sólarvörn daglega frá svona 15 ára aldri, jafnvel yngri. Það er eitthvað sem fólk á það til að gleyma, nota dagkrem en enga sólarvörn. Ég hef gert þetta alla daga frá því ég var 22 ára,“ segir Jennifer.

SHARE