Kærði eiginkonu sína fyrir að eignast ljótt barn – vann málið

Feng skildi við konu sína en kærði hana svo fyrir það að eignast, að hans sögn svo ljótt stúlkubarn. Hann vildi fyrst meina það að hún hlyti að hafa haldið framhjá honum því hann gæti ekki verið faðir barns sem væri svona „óaðlaðandi“.

Faðernispróf leiddi í ljós að hann var í raun faðir stúlkubarnsins en í kjölfarið komst hann að lygum um fegrunaraðgerðir fyrrum konu sinnar. Áður en þau kynntust hafi hún farið í fegrunaraðgerðir í Suður-Kóreu og borgað fyrir þær um 10 milljónir. Feng varð æfur við þessar fréttir og kærði konuna fyrir að hafa ekki sagt sér neitt um þessar aðgerðir og þar með narrað sig í hjónabandið á fölskum forsendum.

Ótrúlegt en satt – þá vann hann málið og hún þurfti að greiða honum rúmar 15 milljónir íslenskra króna!!

Í viðtali við CNN segist hann hafa gifst konunni af ást en um leið og fyrsta dóttir þeirra hafi komið í heiminn hafi vandræði skapast í hjónabandinu:

[quote]„Dóttir okkar var svo ljót, í raun svo ljót að mig hryllti við henni.“[/quote]

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here