Kaffisopinn indæll er – Vissir þú þetta um kaffi?

Kaffisopinn indæll er – en veistu allt um kaffi? 

 

Við drekkum flest kaffi daglega en hvað vitum við í alvöru um koffín?

Þetta efni sem er frekar biturt á bragðið hefur áhrif á miðtaugakerfið og okkur finnst við hressast við að drekka það. Ef það er drukkið í hæfilegum skömmtun getur það gert okkur gott, hresst upp á minnið, athyglina og andlega vellíðan.  Sumir ganga svo langt að álíta að koffín geti dregið úr líkum á að fólk fái alsheimer´s  veikina og vissar tegundir af krabbameini.

En þegar fólk fær stóra skammta af koffíni getur það valdið hröðum hjartslætti, truflað svefn, valdið kvíða og óróleika ásamt ýmsu öðru. Ef svo er snögglega hætt að drekka kaffi getur fólk fengið slæm fráhvarfseinkenni eins og höfuðverki og orðið taugaspennt.

Huffingtonpost birtu upplýsingar um koffín sem eru ekki öllum ljósar um eitt algengasta efnið sem við notum.

Hvað um koffínlaust kaffi ? 

Fólk heldur kannski að það sé ekkert koffín í „koffínlausu“ kaffi. Það er nú ekki svo. Það er að vísu miklu mun minna en í venjulegu kaffi en koffínlaust er það ekki. (Venjulegur kaffibolli inniheldur u.þ.b. 95 mg. af koffíni, án koffíns u.þ.b. 9 mg. (og sumar tegundir mun meira)  og ein kókdós um 30 mg.).

Það er rétt fyrir fólk sem þarf að huga að koffínneyslu sinni að athuga þetta.

Áhrifin af koffíni koma mjög fljótt í ljós.    

Það tekur 30-60mín. þar til virkni koffíns nær hámarki í blóðinu. Yfirleitt fjara áhrifin út á þrem til fimm tímum. Þeir sem ekki eru vanir kaffidrykkju eru næmari fyrir áhrifunum en hinir.  Fólki sem þjáist af svefntruflunum er oft ráðlagt að drekka ekki kaffi þegar líður á daginn.

Koffín hefur ekki sömu áhrif á alla.  

Líkaminn gæti svarað koffíni á mismunandi hátt af ýmsum ástæðum, t.d. kyni, kynþætti og jafnvel hvaða getnaðarvarnarpilla er tekin. Yfirleitt svarar kvenlíkaminn koffíni hraðar  en karlar og reykingafólk svarar tvisvar sinnum hraðar en hinir sem ekki reykja. Konur sem taka getnaðarvarnapillu svara koffíni mun hægar en hinar sem ekki taka hana og fólk frá Asíu svarar líklega hægar en aðrir kynþættir.

Í orkudrykkjum er oft ekki meira koffín en í kaffibolla.  

Maður gæti haldið að í orkudrykkjum væri mjög mikið koffín. Hins vegar er sannleikurinn sá að í mörgum þeirra er minna koffín en í einum bolla af kaffi!  En hins vegar eru ókjör af sykri og ýmsum öðrum framandlegum efnum í mörgum orkudrykkjum.

 

Í dökkum baunum er minna koffín en í ljósum baunum.   

Maður gæti haldið að dökkar, bragðmiklar kaffitegundir væru með meira magn af koffíni en sannleikurinn er sá að ljósu tegundirnar hafa vinninginn.  Þegar baunirnar eru brenndar eyðist hluti af koffíninu.  Þetta mætti hafa í huga ef fólk vill minnka neyslu koffíns.

 

Vitað er um koffín er í liðlega sextíu plöntutegundum.  

Koffín er ekki bara í kaffibaunum. Það er í telaufi, kóla baunum, kakóbaunum og fjölda annarra jurta, fræja og ávaxta. Koffín er líka hægt að framleiða og bæta í tilbúin matvæli.

Ekki er sama magn af koffíni í öllu kaffi.  

Þegar farið er að athuga koffínið eru nú ekki allir jafnir! Kaffið sem McDonald’s  t.d. selur innihélt 9.1 mg. af koffíni í ¼ dl af kaffi en í Starbucks kaffi var koffínmagnið meira en tvisvar sinnum meira.

Mjög margt fullorðið fólk  fær u.þ.b. 200 mg. af koffíni á dag.   

Mikill meiri hluti fullorðins fólks drekkur kaffi og fær daglega u.þ.b. 200 mg. af koffíni. Það þýðir að hver fullorðin manneskja fær sér tvo stóra kaffibolla eða fjórar gosdrykkjadósir á dag.  Þetta er talin vera eðlilega neysla. Þegar fólk fer að fá sér meira af koffíni er neyslan talin vera orðin mikil og geti það leitt til ýmissa vandamála- sem áður voru nefnd.

 

Í nýlegri rannsókn á kaffineyslu í heiminum kom í ljós að Finnar hafa þar vinninginn. Um 90% allra fullorðinna jarðarbúa neyta koffíns í einhverju formi.

 

 

Já, kaffisopinn indæll er!!

SHARE