Kaka með suðusúkkulaði og hindberjum – Uppskrift

Kaka með suðusúkkulaði og hindberjum

Þetta eru 16 kökubitar og auðvelt að baka með börnunum

Efni

 • 1/2 bolli mjúkt smjör
 • 3/4 bollar ljós púðursykur (þjappaðu sykurinn þegar þú mælir)
 • 1 tsk. vanilludropar
 • 1/4 tsk. salt
 • 2 stór egg
 • 1 bolli hveiti
 • 1 tsk. lyftiduft
 • 1 bolli hindber
 • 1 bolli suðusúkkulaði

Aðferð

 1. Hitaðu ofninn up í 180⁰. Smyrðu mót sem er u.þ.b. 20 x 20 cm. að stærð.
 2. Settu smjörið, sykurinn, vanilludropana og saltið í hrærivélarskálina og láttu vélina hræra þetta þar til það er orðið létt og vel hrært, bættu þá eggjunum út í og láttu vélina hræra áfram.
 3. Finndu þér stóra skál og blandaðu hveitinu og  lyftiduftinu saman í henni. Best að nota stóra skeið. Nú stillirðu hrærivélina á minnsta hraða og blandar hveitinu og lyftiduftinu út í smjörhræruna (eina skeið í einu) þar til allt er komið í hrærivélarskálina.
 4.  Nú eru hindberin kramin, annaðhvort með gaffli eða í blandara.
 5. Helltu hindberjamaukinu út í deigið í hrærivélarskálinni og blandaðu vel saman. Helltu súkkulaðibitunum út í og láttu vélina blanda saman á minnsta hraða.
 6. Helltu deiginu í formið og notaðu sleikju til að hreinsa skálina vel. 
 7. Bakaðu nú kökuna í 35 til 40 mínótur. Hún er bökuð þegar tannstöngull sem þú stingur í miðja kökuna kemur út þurr. Láttu kökuna standa og kólna u.þ.b. klukkustund áður en hún er skorin. Það er auðveldara að skera köku sem er orðin köld en þegar hún er heit.
SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here