Kanadamenn eru svo klikkaðir: Frosna hárkeppnin er frábær!

Svo þú heldur að veðrið sé vont á Íslandi? Bíddu þar til þú sérð hvað krakkarnir í Kanada sprella með þegar frosthörkurnar keyrir úr hófi fram i febrúar hvert ár.

Þess er vert að geta að í norð-vestur Kanada er heita jarðlæki að finna, ekki ósvipaða Bláa Lóninu en svæðið nefnist Takhini Hot Springs og í ylvolgum jarðlæknum er einkar undarleg árleg samkeppni haldin í febrúar. Þessu greinir afþreyingarvefurinn Bored Panda frá og birtir með stórkostlegar myndir af vinningshöfunum þetta árið.

Samkeppin kallast THE HAIR FREEZING CONTEST eða frosna hársamkeppnin  og gengur út á að bjóða baðunnendum að demba sér ofan í lækinn, bleyta hárið og forma það að vild meðan það frýs í nístingsköldum frosthörkunum. Svo skemmtilega vill nefnilega til að þó lækurinn sé frá 36 til 42 gráðu heitur – þá er ekki óeðlilegt að ætla að meðalhitinn sé kringum mínus 30 gráður.

Vinningurinn er ekki af verri endanum, en sá keppandi sem hreppir fyrsta sætið fær veglega fúlgu að launum – eða litlar 20.000 íslenskar krónur!

Er ekki hægt að innleiða þessa vitleysu á Íslandi?

icy-hair-freezing-contest-takhini-hot-springs-17

icy-hair-freezing-contest-takhini-hot-springs-13

icy-hair-freezing-contest-takhini-hot-springs-10

icy-hair-freezing-contest-takhini-hot-springs-15

icy-hair-freezing-contest-takhini-hot-springs-14

SHARE